|
Striped Soldierfish (Striped/Hawaiian Squirrel) Sargocentron zantherythrum
Stærð: 17-18 cm
Uppruni: Indlandshaf-Kyrrahaf, einkum við Hawaii-eyjar.
Um fiskinn: Sérstæður og skærrauður hermannafiskur með hvítum rákum langsöm eftir búknum. Þetta er alnegur næturfiskur sem felur sig gjarnan í hellum á daginn. Hann þarf rúmgott búr með nóg af felustöðum. Þetta er mjög harðgerður fiskur og langlífur í búrum. Sýna þarf aðgát þegar hann er veiddur og færður til því að búkbroddarnir og uggabeinin festast auðveldalega í háfi. Hann er kjötæta og étur alls kyns kjötmeti. Hann er skemmtileg og litrík iðbót í stórfiskabúri.
Fóður: Hvers konar kjötmeti og skeldýr.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 320 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 3.690/5.090/6.990 kr.
|