Striped Sweetlips

Striped Sweetlips (Yellow-banded Sweetlips)
Plectorhinchus lineatus

Stærð: 70-75 cm

Uppruni:
Indlandshaf-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Litsterkur ropfiskur með gylltum og dökkbrúm röndum í æsku en silfurleitur með þéttum, dökkbrúnum dílum og rákum fullvaxinn og gula ugga og höfuð. Þetta er harðgerður fiskur sem hefur mikla matarlyst og stækkar hratt en hentar ekki byrjendum. Hann er kjötæta og étur alls kyns kjötmeti, oftast þegar skyggja tekur. Þarf stórt búr með gott sundpláss og góðan straum, og mjög góð vatnsskilyrði með próteinfleytibúnaði. Hann hentar ekki í kórallabúri og er ekki árasargjarn gagnvart öðrum fiskum.

Fóður: Hvers konar kjötmeti og botndýr.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 600 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 3.090/4.690/6.990 kr.
 

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998