Suntail Goby

Suntail Goby (Pink Bar Goby)
Amblyeleotris (Cryptocentrus) aurora

Stærð: 11 cm

Uppruni:
Indlandshaf-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Þessi knarreisti góbi kemur í tveim litarafbrigðum - gulu og bláu með sjálflýsandi neón dílum. Hann er hefðbundinn rækjugóbi sem lifir í nánu sambýli með rækju af tegundinni Alpheus randalli (sjá neðstu mynd). Þetta er kjötæta eins og aðrir góbar og étur af og til allan liðlangann daginn. Hann unir sér vel í sendnu búri þar sem hann getur síað sandinn í ætisleit. Best að hafa hann stakan eða í pari og getur hann fjölgað sér í búri. Hann þarf hreint vatn og marga felustaði í til að dafna, og einnig gott framboð af smálífverum. Þetta er harðger fiskur og yfirleitt friðsamur við aðra.

Fóður: Artemía, mýsisrækjur, smádýr, matarleifar.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 80 l

Hitastig: 22-26°C

Verð: 4.890/6.190/7.390 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998