Twinspot Wrasse

Twinspot Wrasse (Clown Coris)
Coris aygula

Stærð: 55 cm (en getur náð 120 cm)

Uppruni:
Indlandshaf-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Stór og stæðilegur varafiskur sem tekur miklum útlitsbreytingum með aldrinum. Ungviðið er sakleysislegt, hvítt með svarta díla á höfði og tvo stóra svarta augnbletti í bakugga og appelsínugulan augnskugga (efsta mynd). Síðan dökknar fiskurinn og verður dökkgrænn með kúluenni og mjög háan fremsta geisla í bakugganum og langa kviðugga. Þetta er skeldýraæta og lunkin við að snúa við skeljum og grjóti í ætisleit. Fiskurinn fer vel með rólegum búrfélögum. Hann er duglegur hreinsifiskur og reef-safe. Búrið þarf að vera mjög rúmgott með nóg af felustöðum og vatnsgæði góð. Þetta er harðgerður fiskur, auðveldur og mjög litríkur en ekki reef-safe. Þarf þykkt, sendið botnlag til að dyljast í á nóttunni. Tvö litarafbrigði til.

Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, vítamínbætt artemíu til að halda litnum, gammarækjur. Fóðra minnst þrisvar á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 1.150 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: Kyrrahafs: 6.990/8.090/9.290 kr.
         Indlandshafs: 9.290/11.190/13.890 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998