Undulatus Trigger

Undulatus Trigger (Orange Lined Trigger)
Balistapus undulatus

Stærð: 30 cm

Uppruni: Indlandshaf og Vestur Kyrrahaf.

Um fiskinn: 
Harðger fiskur. Þarf stórt og grýtt búr þar sem hann getur falið sig auðveldlega.  Þessi fiskur leggur aðra í einelti og rústar búrum. Er í hópi illkvitnustu fiska og ræðst á búraskraut ef hann hefur engan fisk til að níðast á. Hentar ekki í kórallabúrum eða með smáfiskum og hryggleysingjum. Getur samt hænst að eiganda sínum og þegið mat úr hendi hans.

Fóður: Alæta. Étur nánast allt sem að kjafti kemur, ígulker, krossfiska ofl.

Sýrustig (pH): 8,3-4

Búrstærð: 240 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 3.490/5.790/8.090/XXL 10.590 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998