|
White Tail Trigger (Halfmoon Triggerfish) Sufflamen chrysopterus
Stærð: 30 cm
Uppruni: Indlandshaf, V-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Forvitnilegur gikkfiskur sem breytir um lit með aldrinum. Ungfiskar eru nánast dökkbrúnir og hvítir undir, en fullorðnir gulbrúnni, með bláan háls og gulan sporð með hvítar brúnir. Þetta er harðgerður fiskur og mathákur. Fínn byrjendafiskur en þarf stórt búr og mikla vatnshreyfingu. Dæling í búrinu þarf að vera öflug og vatnið súrefnisríkt þar eð gikkfiskar eru sóðar og úrgangur frá þeim mikill. Getur verið með öðrum fiskum seú þeir ekki of smáir. Lundarfar er mjög einstaklingsbundið - sumir eru vinalegir en aðrir yfirgangssamir. Eiga það til að róta töluvert í búrinu og henta ekki í kórallabúri.
Fóður: Alls konar kjötmeti m.a. ígulker og krossfiskar, smokkfiskur, rækjur. Best að fóðra lítið í einu nokkrum sinnum á dag.
Sýrustig (pH): 8,2-4
Búrstærð: 350 l
Hitastig: 23-26°C
Verð: 3.090/4.690/7.590 kr
|