|
Yellow Sailfin Tang Zebrasoma flavescens
Stærð: 20 cm
Uppruni: Kyrrahaf við Hawaií-eyjar, Marshalleyjar og víðar.
Um fiskinn: Nokkuð viðkvæmur en fallegur fiskur. Þarf marga felustaði, stórt búr með nóg af þörungi til að narta í. Hentar best 4 eða fleiri í torfu (510 lítra búr) eða bara stakur vegna árásargirni sinnar. Hann er mjög litfagur og yfirleitt reef-safe en getur nartað í kóralla ef hann er sveltur.
Fóður: Grænmetisæta, kálmeti, þurrkað þang, mysis rækjur. Þarf að hafa nóg að bíta á kóralgrjóti. Best að fóðra 3 sinnum á dag.
Sýrustig (pH): 8,3-8,4
Búrstærð: 280 l
Hitastig: 24-27°C
Verð: 7.190/8.490/10.290 kr.
|