Mimic - Lemon Peel Tang

Mimic - Lemon Peel Tang (Chocolate Tang)
Acanthurus pyroferus

Stærð: 25 cm

Uppruni:
Indlandshaf-Kyrrahaf.

Um fiskinn: 
Myndarleg hermikráka sem líkir eftir Centropyge flavissima (mið mynd) eða C. vroliki (efsta mynd) í æsku til að komast hjá því að vera étinn og ræðst valið af því hvor tegundin er til staðar þar sem hann býr. Er dökk blábrúnn þegar hann er fullvaxta (neðsta mynd). Þarf rólegt, þörungaríkt og stórt búr með nóg af live-rock til að marka sér svæði, gott sundrými og góða loftun. Er frekar rólegur gagnvart öðrum fiskum en slæst við aðra tanga. Þarf góða hreyfingu á vatninu og nægt æti. Er harðger og dafnar vel í stóru búri. Bestur stakur. Yfirleitt reef-safe. Hægt að fá hann í nokkrum myndum.

Fóður: Grænmetisæta - þurrkað þang, caulpera, nori, spirúlínabætt artemía, brokkolí, kálmeti, grænar baunir og frosið fóður. Er sífellt á beit á þörungabreiðum.

Sýrustig (pH): 8,1-8,4

Búrstærð: 290 l

Hitastig: 26-28°C

Verð: Lemon Peel: 9.890/11.390/13.490 kr
         Red Stripe: 5.390/6.390/7.590 kr.
         Mustard: 5.290/6.990/8.690 kr

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998